top of page
Bakgrunnur okkar
Fyrstu hjólin frá Tongli Motorcycle komu til landsins síðla árs 2016 en fyrirtækið hefur framleitt hjól frá árinu 1996. Framleiðslugetan er 100 þúsund hjól á ári og eru þau seld til allra heimsálfa. Á síðustu árum hefur orðið mikil þróun í framleiðslu farartækja sem ganga fyrir hreinni orkugjöfum heldur en olíu og bensíni auk hávaðamengunar og hefur fyrirtækið lagt sitt af mörkum í þeirri þróun.
Okkar reynsla hér á landi er að eldra fólk sækir meira í hjólin hjá okkur heldur en yngra en það mun án efa breytast á komandi árum þegar litið er til fjárhagslegs ávinnings og þegar litið er til samfélagslegra og félagslegra þátta.
bottom of page